Heitir pottar

Tveir heitir nuddpottar eru staðsettir á Hellishólum og geta gestir notað þá þeim að kostnaðarlausu.

Starfsfólk Hellishóla leggur sig mikið fram við að halda pottunum hreinum og er sérstakur hreinsibúnaður í þeim ásamt klórtöflum. Skipt er reglulega um vatn og biðjum við gesti að virða þær reglur að bannað er að koma með drykki (áfenga og óáfenga) og veitingar í heitu pottana.

Við heitu pottana er baðhús með snyrtiaðstöðu og sturtum. Í baðhúsinu er einnig þvottavél og þurrkari sem gestir hafa aðgang að.