Veiði

Hægt er að renna fyrir silung í sleppivatni Hellishóla og eru veiðileyfi seld á staðnum. Á hverju sumri er sleppt um 1.000 rengbogasilungum frá 1,5 til 4 pund. Mikið súrefni og góð lífsskilyrði eru þess valdandi að silungurinn er mjög sprækur og hreinlega dansar á sporðinum þegar hann tekur hraustlega í fluguna sem beitt er.

Hægt er að kaupa veiðistangir fyrir börn og fullorðina á Hellishólum.

Verð fyrir veiðileyfi í Hellishólavatni:
13.000 kr. innifalið eru 4 fiskar
 

Hluti af laxveiðiáinni Þverá rennur um land Hellishóla og er hægt að kaupa veiðileyfi hjá Stangveiðifélagi Reykjavíkur.